Rottur og mýs

Við erum sérfræðingar með áratuga reynslu og þekkingu á öllum sviðum meindýravarna.

Spendýr af ættbálki nagdýra (Rodentia) eru vel þekkt meindýr hér á landi. Helst eru það brúnrottur (Rattus norvegicus) og tvær tegundir músa, hagamýs (Apodemus sylvaticus) og húsamýs (Mus musculus)

Rottur vekja sjaldnast fögnuð þegar þær berast í hús, en rottur komast oftast inn í mannabústaði með skolplögnum, þegar rof hefur orðið á lagnakerfi eða annars konar röskun sem veldur því að rottur flýja eða aðgengi þeirra að yfirborði batnar. Oft geta framkvæmdir í nágrenninu valdið rottugangi. Rottur eru afar ógeðfelldir húsgestir þar sem þær bera með sér ýmsa sýkla sem geta valdið alvarlegum sýkingum í mönnum.

Músagangur er algengt vandamál og geta mýs valdið miklu tjóni á húseignum meðal annars með því að skemma raflagnir. Hægt er að verjast músagangi með gildrum og gera hús músaheld. Undirritaður leggur til að leitað verði ráðgjafar hjá meindýraeyði vegna slíkra forvarna.

Ofangreind upptalning er langt frá því að vera tæmandi en það er hægt að verjast meindýrum með ýmsum forvörnum þó vonlaust sé að koma alveg í veg fyrir að sumar tegundir berist inn á heimilið. Ef vart verður við meindýr þá er hægt að ráðfæra sig við meindýraeyði sem getur væntanlega komið á staðinn og gert viðeigandi ráðstafanir.

//www.skordyr.is/wp-content/uploads/2016/03/mus-rottur-mvr.jpg